Leikhúskaffi | Með guð í vasanum
Leikhúskaffi | Með guð í vasanum

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir
Spjall og umræður

FRESTAÐ Leikhúskaffi | Með guð í vasanum

Þriðjudagur 12. september 2023

Vinsamlegast athugið að viðburðinum hefur verið frestað til mánudagsins 18. september n.k.

Borgarbókasafnið Kringlunni og Borgarleikhúsið hafa boðið upp á leikhúskaffi í nokkur ár þar sem leiksýningar eru kynntar fyrir áhugasömum stuttu fyrir frumsýningu. María Reyndal höfundur og leikstjóri segir gestum frá uppsetningu Borgarleikhússins á verkinu Með Guð í vasanum á fyrsta leikhúskaffi haustins en sýningin verður frumsýnd 22. september. 

Í kjölfarið verður farið yfir í Borgarleikhúsið þar sem boðið verður upp á stutta kynningu á leikmynd og annarri umgjörð sýningarinnar. Í lokin býðst gestum svo 10% afsláttur af miðum á sýninguna.

Ásta upplifir sig í blóma lífsins þótt hún glími við ýmis veikindi og erfiðleika sem fylgja hækkandi aldri. Ekki bætir úr skák að hjartkær einkadóttirin þvælist dálítið fyrir henni og er hreint út sagt óþolandi stjórnsöm á köflum. Þegar Ásta mætir sínum stærstu áskorunum er gott að eiga öflugan bakhjarl í Guði – ekki síst þar sem segja má að Ásta sé með hann gjörsamlega í vasanum, eða hvað? Það kemur svo í ljós að Guð þarf að láta hendur standa fram úr ermum í þeim miklu breytingum sem standa fyrir dyrum í lífi Ástu.

María Reyndal sló rækilega í gegn með verkinu Er ég mamma mín? sem gekk fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu í þrjú leikár. Hér er hún komin með nýtt verk, að þessu sinni um Ástu og samferðafólk hennar - lífs og liðið og baráttu mannsandans við að sleppa tökunum. Með guð í vasanum einkennist af hlýju og leiftrandi húmor enda hefur María einstakt lag á að fjalla á grátbroslegan en heiðarlegan hátt um mannleg samskipti. Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer fyrir einvala liði leikara í þessari fallegu sýningu.

Leikhúskaffið er ókeypis, öll velkomin.

Viðburðurinn á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Guttormur Þorsteinsson, sérfræðingur
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | 411 6204