Rakel Adolphsdóttir fjallar um ástarbréf á Fræðakaffi

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir
Spjall og umræður

Fræðakaffi | „Ég vona að þú gefir eldinum þetta bréf, hitaðu ofninn með því.“

Mánudagur 27. nóvember 2023

Hvaða ástarbréf er að finna í Kvennasögusafni Íslands?

Ástarbréf eru vitnisburður um ástarjátningu. Þau eru efnislegur hlutur sem hægt er að halda á, faðma að sér og lesa aftur og aftur. Bréfin geta breyst með tímanum og átt framhaldslíf, en það er líka hægt að eyða þeim.

Það er fágætt að ástarbréf endi á skjalasafni þar sem þau eru gerð aðgengileg öðrum, enda innihalda þau oftast tilfinningarík og persónuleg einkamál. Sum ástarbréf eru þó skrifuð með það í huga að þau verði varðveitt á Landsbókasafni.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvers konar ástarbréf eru afhent Kvennasögusafni til varðveislu, hver skrifaði þau og fyrir hvern, hvernig aðgengi er að þeim sem og hvernig er að kafa ofan í einkalíf annarra í fræðilegum tilgangi.

 Rakel Adolphsdóttir er sagnfræðingur og fagstjóri Kvennasögusafns á Landsbókasafni.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen, sérfræðingur
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is | 411 6230