Opin saumastofa
Opin saumastofa

Um þennan viðburð

Tími
16:00 - 18:30
Verð
Frítt
Kaffistundir
Spjall og umræður

Opin saumastofa | Pokasaumur

Mánudagur 11. nóvember 2019

Kvenfélag Árbæjarsóknar og Borgarbókasafnið Árbæ efna í sameiningu til opinnar vinnustofu þar sem saumaðir verða fjölnota pokar. Að þessu sinni verður áhersla lögð á að sauma ávaxta- og grænmetispoka úr þunnum efnum.

Árpokinn er nafn á verkefni sem Kvenfélag Árbæjarsóknar og Borgarbókasafnið hafa tekið þátt í og snýst um að sauma innkaupapoka og verður saumað undir merkjum Árpokans á opnu saumastofunni.
Vinnan mun fara fram í saumahorni Borgarbókasafnsins í Árbæ, Hraunbæ 119 undir stjórn félagskvenna Kvenfélagsins.

Nánari upplýsingar:
Kristín G. Guðbrandsdóttir
kristín.gudbrandsdottir@reykjavik.is