Kristinn Þór Óskarsson
Kristinn Þór Óskarsson

Um þennan viðburð

Tími
19:30 - 21:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Íslenska
Fræðsla
Spjall og umræður
Tónlist

Upptökustjóraspjall í hljóðverinu | Kristinn Þór Óskarsson

Þriðjudagur 27. maí 2025

Þriðjudagskvöldið 27. maí fáum við góðan gest í Hljóðverið í Borgarbókasafninu Úlfarsárdal þegar Kristinn Þór Óskarsson, betur þekktur sem Kiddi, mætir í heimsókn og spjallar um starf sitt sem upptökustjóri og tónlistarmaður.

Á viðburðinum mun Kiddi ræða sína nálgun á upptökur og pródúksjón – hvernig hann hugsar um hljóð, hvaða græjur og hugbúnað hann notar, og hvaða aðferðum hann beitir til að ná fram rétta sándinu. Að því loknu mun hann opna upptökusession af lagi sem hann hefur pródúserað, sýna hvernig hann vinnur og deila nytsamlegum trixum sem hann hefur tileinkað sér í gegnum árin.

Viðburðurinn er óformlegur og opinn öllum sem hafa áhuga á tónlist, upptökum, tækni og skapandi ferli. 

Þetta er frábært tækifæri til að kíkja við, spyrja spurninga og fá innsýn í starf og hugsun reynds upptökustjóra!


Um Kidda
Kristinn Þór Óskarsson, nær alltaf kallaður Kiddi, er gítarleikari og upptökustjóri frá Reykjavík með ástríðu fyrir lifandi tónlist, upptökum og gömlum hágæða búnað. Hann nam gítarleik við FÍH og síðar Musicians Institute í Los Angeles, þaðan sem hann útskrifaðist árið 2015 með gráður í gítarleik og hljóðtækni.

Kiddi hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi síðustu ár, bæði á sviði upptöku og útsetninga sem og flutning á lifandi tónlist. Hann stýrði upptökum á plötunni "Ást & Praktík” með Hipsumhaps og er meðlimur og upptökustjóri hljómsveitarinnar Superserious. Auk þess vinnur hann reglulega með öðrum listamönnum, framleiðir tónlist fyrir auglýsingar og sjónvarp. Hann leggur sig fram við að skapa hljóðheim sem er bæði vandaður og tilfinningaríkur með karakter - með áherslu á aðferðafræði af gamla skólanum í bland við nútímatækni.

 

Viðburður á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Þorgrímur Þorsteinsson | Sérfræðingur
thorgrimur.thorsteinsson@reykjavik.is