
Um þennan viðburð
Prjónastund | Húfur og eyrnabönd
Í þessari huggulegu prjónastund fer Sigurlaug Elín Þórhallsdóttir yfir nokkrar af sínum eftirlætis prjónauppskriftum að fljótgerðum húfum og eyrnaböndum fyrir alla aldurshópa. Þar á meðal eru hennar uppáhalds höfuðföt í leikskólann, skólann og útivistina. Sérstaklega verða val á garni og góðar gjafahugmyndir til hliðsjónar.
Sigurlaug er deildarstjóri á leikskólanum Hofi og ein af fjórum konum í Prjónafjelaginu. Þær hafa frá árinu 2015 gefið út fjórar prjónabækur, þar á meðal hinar sívinsælu Leikskólaföt og Leikskólaföt 2.
Viðburðurinn fer fram á Borgarbókasafninu Sólheimum, miðvikudaginn 24. september kl. 18:30-20:30. Öll hjartanlega velkomin með eða án prjóna – en það er skemmtilegast að taka prjónaverkefni með!
Nánari upplýsingar veitir:
María Þórðardóttir, sérfræðingur
maria.thordardottir@reykjavik.is | S. 411 6160