Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir

Lífsstílskaffi - Stigbreyting

Fimmtudagur 24. september 2020

Skráning er á alla viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna.

Sjá nánar hér.

Í þessu 60 mínútna erindi mun Gestur Pálmason fjalla um mismunandi viðbrögð einstaklinga við hvers kyns áskorunum og aðferðir sem markþjálfun býður upp á til að takast á við þær.  

 Gestur er lögreglu- og sérsveitarmaður til 16 ára en hefur undanfarin misseri starfað sem stjórnenda- og teymisþjálfari hjá Complete í Bretlandi en Complete er eitt framsæknasta félag á heimsvísu í þeim geira. Hann var kallaður til að leiða hluta af Smitrakningarteymi Sóttvarnarlæknis og Almannavarna í kjölfar COVID19 faraldursins sem hann gerði samhliða stjórnendaþjálfun.

SKRÁNING FER FRAM HÉR FYRIR NEÐAN.

Viðburðurinn á Facebook.

Lífsstílskaffi er hluti af viðburðaröðinni Kaffistundir en í vetur er jafnframt boðið upp á fjölbreytta dagskrá í menningarhúsum Borgarbókasafnsins.
 

Nánari upplýsingar veitir:

María Þórðardóttir
maria.thordardottir@reykjavik.is | s: 411 6160