
Um þennan viðburð
Hver er að telja? | Falsfréttir og villandi upplýsingar
Falsfréttir og villandi upplýsingar. Hvernig getum við stutt nemendur til að hugsa gagnrýnið um tölur?
Hagstofa Íslands, í samstarfi við Önnu Heru Björnsdóttur, stærðfræðikennara við Verzlunarskóla Íslands, kynna nýja nálgun við kennslu til að efla gagna- og upplýsingalæsi framhaldsskólanema.
Í dag er færni í gagna-og upplýsingalæsi eitt af því mikilvægasta sem nemendur þurfa að tileinka sér, sérstaklega í ljósi aukinnar upplýsingaóreiðu og falsfrétta á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum almennt. Til þess að takast á við þessa áskorun þurfa stofnanir sem ábyrgjast áreiðanlegar upplýsingar um félags- og efnahagsmál að vinna saman að því að efla skilning og gagnrýna hugsun.
Á viðburðinum verður kynnt ný kennsluáætlun fyrir áfanga í gagnalæsi á framhaldsskólastigi. Áfanginn er í anda Greindu betur frumkvæði Hagstofunnar, sem miðar að því að styrkja gagna- og upplýsingalæsi meðal ungmenna á aldrinum 14-19 ára.
Viðburður á Facebook
Öll velkomin og þátttaka ókeypis.
Nánari upplýsingar veitir:
Kristín Ósk Ingvarsdóttir
kristin.o.ingvarsdottir@hagstofa.is