Dagný Hermannsdóttir kynnir lettneskt vettlingaprjón
Litskrúðugir vettlingar frá Lettlandi

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Liðnir viðburðir

Handverkskaffi | Vettlingaprjón í Lettlandi

Mánudagur 9. október 2023

Dagný Hermannsdóttir kynnir lettneskt vettlingaprjón. 

Í Lettlandi sköpuðust einstakar hefðir í vettlingaprjóni. Konur lögðu gríðarlegan metnað í að hanna og prjóna einstaka vettlinga og munstrin voru fjölbreytt og mismunandi hefðir sköpuðust milli héraða. Í Lettlandi hafa varðveist ótrúlega fjölbreytt og margskonar vettlingamunstur og enn í dag eru vettlingar mikils metnir.

Dagný Hermannsdóttir er textílkennari að mennt og forfallin prjónakona. Hún hefur farið í nokkrar prjónaferðir til Lettlands, fyrst til að sækja námskeið og svo einnig sem fararstjóri.

Dagný ætlar að segja okkur frá vettlingahefðum Letta og sýna myndir. Einnig kemur hún kemur með allnokkur vettlingapör sem við getum skoðað og handfjatlað.

Ókeypis aðgangur og öll velkomin.

Viðburðurinn á facebook

 

Nánari upplýsingar veitir:

Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is | s. 411 6250

Bækur og annað efni