Aquaparque
RIFF um alla borg

Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 17:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Fræðsla
Sýningar
Velkomin

RIFF um alla borg | Stuttmyndir í Grófinni

Laugardagur 28. september 2019 - Sunnudagur 29. september 2019

RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, stendur yfir dagana 26. september - 6. nóvember 2019. Við hjá Borgarbókasafninu tökum þátt í liðnum RIFF um alla borg og sýnum stuttmyndaröðina Í STUTTU MÁLI!.

PDF iconSjá lista yfir stuttmyndirnar hér

Í STUTTU MÁLI! er kvikmyndaferðalag evrópsku kvikmyndaakademíunnar sem færir áhorfendum í Evrópu og víðar tilnefndar stuttmyndir. Myndirnar sem voru tilnefndar 2018 af fimmtán (stutt)myndahátíðum gefa marglaga yfirlit yfir kvikmyndagerð ungs fólks í dag. Meðlimir evrópsku kvikmyndaakademíunnar – yfir 3.500 manns úr evrópska kvikmyndaiðnaðinum – völdu verðlaunamyndina, The Year (Árið), við 31. evrópsku kvikmyndaverðlaunahátíðina í Seville þann 15. desember síðastliðinn. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða af hent í Hörpu í desember 2020!

Merki