Ráðskona óskast í sveit - Fyrirlestur um ráðskonur
Ráðskona óskast í sveit - mynd eftir Guðbrand Ásmundsson

Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir
Spjall og umræður

Sagnfræðikaffi | Ráðskona óskast í sveit, má hafa með sér barn

Mánudagur 28. október 2019

 
Erindi um ráðskonur í sveit á síðari hluta 20. aldar


Dalrún J. Eygerðardóttir mun fjalla um sögu ráðskvenna sem störfuðu á íslenskum sveitaheimilum á ofanverðri 20. öld.

Rannsóknin byggir öðru fremur á viðtölum sem Dalrún hefur tekið við fjölda fyrrum ráðskvenna í þeim tilgangi að fá fram upplýsingar um sögu þessara kvenna, sem liggur ekki á lausu í heimildum nema að örlitlu leyti. Efni erindisins gefur innsýn í líf og störf íslenskra ráðskvenna á þessu tímabili og ætti að vera forvitnilegt fyrir þá sem hafa almennan áhuga á sögu þjóðarinnar. 

Dalrún er sagnfræðingur og vinnur nú að doktorsrannsókn um sögu ráðskvenna. 

Aðgangur ókeypis, öll velkomin!

Nánari upplýsingar veitir:

Sigríður Steinunn Stephensen, deildarbókavörður
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is