
Um þennan viðburð
Veifugerð úr gömlum bókum | Vika 17
Allar bækur eiga sér sögu – og sumar fá nýtt líf í skapandi verkefni!
Bókasöfn þurfa reglulega að afskrifa bækur, en í stað þess að senda þær beint í endurvinnslu ætlum við að gefa þeim nýtt hlutverk.
Komdu og föndraðu með okkur! Við ætlum að umbreyta bókapappír í fallegar, sumarlegar veifur sem hægt er að hengja upp og njóta. Einnig verður rými fyrir sköpun þar sem þú getur leyft ímyndunaraflinu að ráða og búið til eitthvað einstakt úr þessum umhverfisvæna efnivið.
Endurnýtum – sköpum – njótum!
Hvað er vika 17?
Vika 17 er alþjóðlegt átak bókasafna sem vekur athygli á 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Verkefnið hófst í Danmörku árið 2024 og byggir á samstarfi bókasafna, einstaklinga og grasrótarsamtaka um sjálfbærni og samfélagsábyrgð.
Á bókasafninu býðst fjölbreytt dagskrá með skapandi verkefnum sem styðja sjálfbæran lífsstíl.
Komdu og taktu þátt – saman sköpum við betri framtíð!
Hvernig tengist föndur úr gömlum bókum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna?
Með því að umbreyta gömlum bókum í listaverk tökum við skref í átt að ábyrgari framtíð!
Markmið 12: Ábyrg neysla og framleiðsla – Drögum úr sóun með endurnýtingu.
Markmið 13: Aðgerðir í loftslagsmálum – Minni sóun þýðir minni umhverfisáhrif.
Markmið 11: Sjálfbærar borgir og samfélög – Skapandi viðburðir sem hvetja til endurnýtingar styðja við umhverfisvænni lífsstíl í nærumhverfinu.
Markmið 17: Samstarf um markmiðin – Hvetur til samfélagslegrar þátttöku og sköpunar þar sem öll geta tekið þátt og lært saman um sjálfbærni.
Nánar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna má lesa hér www.heimsmarkmidin.is
Vika 17 á Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal:
Þriðjudagur 22. apríl
kl. 10:30-11:30 | Bambaló tónlistarstund fyrir þau yngstu (skráning nauðsynleg)
Miðvikudagur 23. apríl
kl. 15:00-17:00 | Veifugerð gömlum bókum
kl. 17:30-18:30 | Kaffiskrúbbsgerð (skráning nauðsynleg)
Allan daginn | Plokkbingó fer af stað – Plokkmeistari dreginn út þriðjudaginn 29. apríl.
Föstudagur 25. apríl
15:00-18:00 | Spila- og púslskiptimarkaður
Umhverfisvænn ferðamáti til okkar
Við hvetjum ykkur til þess að mæta með umhverfisvænum hætti á bókasafnið, gangandi, hjólandi eða með strætó en strætisvagn 18 stoppar beint fyrir utan hjá okkur að Úlfarsbraut, sjá hér.
Nánari upplýsingar veitir:
Stella Sif Jónsdóttir | Viðburðir