Plokk bingó spjald

Um þennan viðburð

Tími
10:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Öll - bingóspjaldið er sjónrænt
Börn
Fræðsla

Plokkbingó | Vika 17

Miðvikudagur 23. apríl 2025 - Mánudagur 28. apríl 2025

Miðvikudaginn 23. apríl hefst skemmtilegt Plokkbingó, sem stendur til mánudagsins 28. apríl. Bingóspjöld má sækja í afgreiðslu bókasafnsins og þeir sem fylla út spjaldið með rusli úr öllum flokkum geta skilað því í sérstakan kassa í afgreiðslu Borgarbókasafnsins í Úlfarsárdal.

Einn heppinn plokkari verður útnefndur „Plokkari Borgarbókasafnsins í Úlfarsárdal“ og hlýtur glaðning í verðlaun!

Við hvetjum þátttakendur til að koma vel undirbúnir með poka fyrir ruslið, hanska og jafnvel plokktangir. Tökum höndum saman og gerum umhverfið hreinna!

Viðburður á Facebook.

 

Hvað er Vika 17?

Vika 17 er alþjóðlegt átak bókasafna sem vekur athygli á 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Verkefnið hófst í Danmörku árið 2024 og byggir á samstarfi bókasafna, einstaklinga og grasrótarsamtaka um sjálfbærni og samfélagsábyrgð.

Á bókasafninu býðst fjölbreytt dagskrá með skapandi verkefnum sem styðja sjálfbæran lífsstíl.
Komdu og taktu þátt – saman sköpum við betri framtíð!

 

Hvernig tengist Plokkbingó heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna?

Með því að hvetja til umhverfisverndar, samfélagslegrar þátttöku og sjálfbærs lífsstíls.

Markmið 11: Sjálfbær samfélög – Við hreinsum nærumhverfið.
Markmið 12: Ábyrg neysla og framleiðsla – Vitundarvakning um sóun og endurvinnslu.
Markmið 14 & 15: Líf í vatni og á landi – Rusl hreinsað úr náttúrunni verndar lífríki.
Markmið 17: Samstarf um markmiðin – Samfélagið vinnur saman að hreinni framtíð.

Nánar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna má lesa hér www.heimsmarkmidin.is

 

Vika 17 á Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal:

Þriðjudagur 22. apríl

kl. 10:30-11:30  |  Bambaló tónlistarstund fyrir þau yngstu (skráning nauðsynleg)

 

Miðvikudagur 23. apríl

kl. 15:00-17:00  |  Veifugerð úr gömlum bókum

kl. 17:30-18:30  |  Kaffiskrúbbsgerð (skráning nauðsynleg)

Allan daginn  |  Plokkbingó fer af stað – Plokkmeistari dreginn út þriðjudaginn 29. apríl.

 

Föstudagur 25. apríl

15:00-18:00  |  Spila- og púslskiptimarkaður

 

Umhverfisvænn ferðamáti til okkar

Við hvetjum ykkur til þess að mæta með umhverfisvænum hætti á bókasafnið, gangandi, hjólandi eða með strætó en strætisvagn 18 stoppar beint fyrir utan hjá okkur að Úlfarsbraut, sjá hér.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Stella Sif Jónsdóttir | Viðburðir

stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is