Stanley's Stick

Um þennan viðburð

Tími
16:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Tungumál
Íslenska
Bókmenntir
Börn
Fræðsla

Barnamenningarhátíð | Sögustund í Söguskógi

Laugardagur 12. apríl 2025

Vissuð þið að prik eru til margra hluta nytsamleg? 
Það er til dæmis hægt að búa til allskonar spýtukarla og kerlingar úr þeim, óróa, punt, veiðistangir, mikadó og ýmislegt fleira og svo er líka hægt að safna prikum!
Og vissuð þið að það eru til sögur um prik?

Við ætlum að hittast inni í sögustundarherberginu okkar sem skreytt verður svo að börnunum líði líkt og þau séu að ganga inn í söguskóg. Sagan Prikið hans Steina eftir John Hegley og Neal Layton verður lesin af starfsmanni safnsins og að lestri loknum ætlum við að föndra úr allskonar prikum.

Frítt er á viðburðinn og fullur kassi verður af prikum og föndurdóti á staðnum. En auðvitað er líka í boði að koma með sitt eigið prik ef þið hafið eitthvað sérstakt í huga!

Öll velkomin!
 

Viðburðurinn á Facebook
Kíktu á  heildaryfirlit viðburða Borgarbókasafnsins  eða  á vef Barnamenningarhátíðar þar sem einnig er aðgengilegt yfirlit yfir fjölbreytta dagskrá á Barnamenningarhátíð.


Nánari upplýsingar veitir:

Sigrún Jóna Kristjánsdóttir, sérfræðingur
sigrun.jona.kristjansdottir@reykjavik.is | 411-6160