Sólarprent
Sólarprent

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Föndur

Tilbúningur | Sólarprent

Miðvikudagur 12. október 2022

Langar þig að eiga notalega stund þar sem sköpunarkrafturinn fær að njóta sín í góðum félagsskap?

Eigum saman notalega stund, búum eitthvað til úr einhverju og endurnýtum alls konar. Leiðbeinandi kemur með hugmyndir, efni og áhöld og aðstoðar við tilbúninginn.

Klúbburinn fer fram í Borgarbókasafninu Spönginni annan miðvikudag hvers mánaðar klukkan 17:00 og í Borgarbókasafninu Árbæ undir leiðsögn Sæunnar Þorsteinsdóttur, annan fimmtudag hvers mánaðar kl. 17:00.

Í þetta skiptið mun Hjördís Halla Eyþórsdóttir ljósmyndari leiða smiðju í sólarprenti.

Sólarprent, eða bláþrykk, er elsta og einfaldasta ljósmyndaaðferðin, þar sem sólarljósið (eða útfjólublátt ljós) framkallar myndina.

Ljósnæmur vökvi er málaður á myndflöt, svo sem pappír eða bómul, sem svo er þurrkaður.
Þurrkaðar jurtir, úrklippur, pappír og fleira er síðan lagt ofan á myndflötinn og móta myndverkið.
Þá er myndverkið lýst með UV ljósi.
Ljósmyndin er síðan framkölluð með köldu vatni og sett í þurrk.

Aðgangur er ókeypis og engin skráning.

HÉR má skoða dagskrá Tilbúnings í haust...

Viðburðurinn á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Antonsdóttir, sérfræðingur
sigrun.antonsdottir@reykjavik.is | 411 6230