Pappírsperlur
Pappírsperlur má þræða upp á band eða nota sem skraut

Um þennan viðburð

Tími
15:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Föndur

Tilbúningur | Pappírsperlur

Miðvikudagur 1. febrúar 2023

Búum til pappírsperlur 

Í perlugerð nýtum við litskrúðugan pappír og búum til perlur af öllum stærðum og gerðum. Klippum og límum og endurnýtum pappír úr gömlum bókum og tímaritum af bókasafninu og búum þannig til verðmæti úr verðlausu efni

Pappírsperlurnar má nýta í margskonar skartgripi og skraut

Öll velkomin, fullorðnir og börn!

Arnþrúður Ösp Karlsdóttir er textílhönnuður, kennari og bókavörður leiðbeinir.

Tilbúningur er fyrsta miðvikudag í mánuði í Borgarbókasafni Spönginni kl. 15.30-17.30 þar sem ýmislegt er búið til og föndrað. Þar er hægt að eiga notalega stund saman og leyfa sköpunarkraftinum að njóta sín í góðum félagsskap. Leiðbeinandi kemur með hugmyndir, efni og áhöld og aðstoðar við tilbúninginn. 
Fyrir skapandi fólk á öllum aldri. Kostar ekkert og engin skráning. 

Viðburðurinn á facebook

Nánari upplýsingar:

Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, bókavörður
arnthrudur.osp.karlsdottir@reykjavik.is

Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is