Um þennan viðburð

Tími
15:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
íslenska
Föndur

Tilbúningur | Kirigami blóm

Þriðjudagur 13. janúar 2026

Langar þig að eiga notalega stund þar sem sköpunargleðin fær að njóta sín í góðum félagsskap?

Föndrum saman, búum eitthvað til úr einhverju og endurnýtum alls konar. Leiðbeinandi kemur með hugmyndir, efni og áhöld og aðstoðar við tilbúninginn.

Í þessum fyrsta tilbúningi ársins ætlum við að klippa út og líma saman pappírsblóm. Blómin má svo nota til að skreyta eitt og annað eða þræða upp á band og búa til blómalengjur eða óróa. Sæunn Þorsteinsdóttir listakona leiðbeinir.

Tilbúningur í Árbæ  hentar fólki á öllum aldri.  Við hvetjum fullorðið fólk sérstaklega til að leyfa sér að taka þátt og vera skapandi óháð eigin hugmyndum um listræna hæfileika. Börn yngri en 12 ára ættu að vera í fylgd fullorðinna sem geta aðstoðað þau.

Tilbúningur er viðburðaröð sem fer fram á söfnum okkar í Árbæ, Spöng og Úlfarsárdal.

Aðgangur er ókeypis og skráning er ekki nauðsynleg. 

Viðburðurinn á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Sæunn Þorsteinsdóttir, sérfræðingur barnastarfs
saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is | 411 6250