Börn
Vetrarfrí | Klippiföndur
Laugardagur 17. febrúar 2024
Við bjóðum upp á föndur þar sem börn og fjölskyldur geta sameinast í skemmtilegri föndurstund.
Að þessu sinni er föndrið án aðstoðar en góðar leiðbeiningar eru á staðnum svo að flest eldri en 8 ára ættu að geta föndrað sjálf. Þau yngri þurfa eflaust að fá hjálp hjá þeim eldri. Við ætlum að klippa út blóm og ýmislegt fleira.
Allt efni er til staðar ásamt skemmtilegum hugmyndum.
Sjá fjölbreytta dagskrá Borgarbókasafnsins í Vetrarfríinu...
Nánari upplýsingar:
Ástrún Friðbjörnsdóttir, sérfræðingur
astrun.fridbjornsdottir@reykjavik.is | 411 6230