Um þennan viðburð

Tími
12:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
4+
Börn
Föndur

Sögustund með Einari Áskeli

Laugardagur 6. janúar 2024

Við bjóðum börnum og fjölskyldum að koma og kveðja jólin með okkur á þrettándanum með sögustund á bókasafninu. Vala Björg barnabókavörður mun lesa Þú átt gott Einar Áskell. Einar Áskell og pabbi hans eru ósköp niðurlútir eftir jólin, þeim finnst eiginlega að það ætti að vera hægt að hlaupa yfir allt það leiðinlega og hafa hátíð á hverjum einasta degi!

Að sögustund lokinni verður hægt að gera klippimyndir að hætti Einars Áskels. Við munum teikna og nýta gamlar og afskrifaðar bækur í að búa til klippimyndir. Tilvalin samvera fyrir alla fjölskylduna. Allt efni sem þarf verður á staðnum og viðburðurinn er ókeypis.

Kaffi á boðstólnum fyrir þau elstu.

Frekari upplýsingar veitir,
Vala Björg Valsdóttir
vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is