Teikning af Lindu og Margréti. Linda stendur og málar tré sem þær standa við og Margrét les í bók og heldur á taum með hundi.

Um þennan viðburð

Tími
11:00 - 12:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
5-99
Börn
Föndur

Sögustund á gönguskónum

Laugardagur 2. september 2023

ATH! GUL VIÐVÖRUN! Sögustund á gönguskónum breytist í sögustund á inniskónum!

Margrét fjallar um valdeflingu og hvernig við mótum borg og umhverfið í kringum okkur. Linda teiknar á töflu út frá villtum hugmyndum þátttakanda og leiðir svo börnin í gegnum listasmiðju.
Heitt kakó verður á boðstólnum. 

Táknmálstúlkur verður með í för og hvetjum við því döff fólk að mæta.

ATH! Viðburður verður inni ef veðrar illa. 

Linda Ólafsdóttir og Margrét Tryggvadóttir hafa sameinað krafta sína í bókunum Íslandsbók barnanna og Reykjavík barnanna: Tímaflakk um höfuðborgina okkar sem báðar hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga. Linda Ólafsdóttir hefur myndlýst fjölda bóka en auk þess skrifað og myndlýst tvær barnabækur sem ratað hafa á alþjóðlegan markað. Margrét Tryggvadóttir hefur sent frá sér fjölda bóka fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.

Viðburðurinn er styrktur af Hverfasjóði Reykjavíkur.


Öll velkomin!

Nánri upplýsingar veitir:
Vala Björg Valsdóttir
vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is | 411 6270

Bækur og annað efni