
Um þennan viðburð
Tími
16:30 - 17:30
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Börn
Aldur
Allur
Tungumál
Íslenska
Börn
Sögustund | Ferðataskan
Þriðjudagur 18. nóvember 2025
Dag einn kemur skrýtið dýr sem dregur á eftir sér stóra ferðatösku.
Af hverju er það hér?
Hvaðan kemur það?
Hvað er í ferðatöskunni?
Ferðataskan er ævintýri eftir Chris Naylor-Ballesteros sem er nýkomin út á íslensku. Sagan er full af hlýju og von sem vekur lesendur til umhugsunar um framkomu við þá sem eru öðruvísi og langt að komnir.
Við lesum þessa skemmtilegu sögu saman og föndrum síðan eftir sögustundina.
Nánari upplýsingar veitir:
Justyna Irena Wilczynska, sérfræðingur
justyna.irena.wilczynska@reykjavik.is | 411 6230