Bókakápa - Einu sinni var einhyrningshorn

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
3 ára og eldri
Tungumál
íslenska
Börn

Sögustund | Einu sinni var einhyrningshorn

Þriðjudagur 3. febrúar 2026

Veist þú af hverju einhyrningar eru með horn? 

Sagan hófst í töfraskógi þegar lítil stelpa fann pínulitla hesta sem voru að læra að fljúga. En einn þeirra gat alls ekki flogið! Stelpan tók þá málin í sínar hendur og hjálpaði litla hestinum að taka gleði sína á ný. Hvernig ætli hún hafi farið að því? 

Verið velkomin í notalega sögustund á bókasafninu þar sem lesin verður góð saga uppfull af ævintýrum. Eftir lesturinn dundum við okkur aðeins, púslum, teiknum eða litum og höfum það notalegt saman. 

Sögustundirnar í Borgarbókasafninu Árbæ fara fram fyrsta þriðjudag í mánuði frá janúar til og með maí.  

Öll velkomin. 
 
Viðburður á Facebook 
 
Nánari upplýsingar veitir: 
Sæunn Þorsteinsdóttir, sérfræðingur 
saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is | 411 6250  

Merki