
Um þennan viðburð
Smiðja | Tónlistar-Sphero
Langar þig að spila tónlist með því einu að snerta ávexti? Eða bækur? Eða bara hvað sem er, sem er einlitt? Þá verður þú að skrá þig í þessa smiðju!
Skráning fer fram neðar á þessari síðu, frá og með fimmtudeginum 19. október.
10 pláss í boði.
Börn yngri en 8 ára mæti í fylgd með fullorðnum.
Hvað er þetta Tónlistar-Sphero?
Tónlistar-Sphero gerir börnum kleift að spila tónlist með einföldum hætti.
Notast er við smáforritið Specdrums Edu, sérstaka fingrahringi og tónlistarmottu.
Hringarnir greina einnig liti annarstaðar en á mottunni svo að hægt er að slá á hvað sem er, sem er einlitt og þá kemur hljóð.
Hér er forritið: https://apps.apple.com/us/app/specdrums-edu/id1123774766
Kynningarmyndbönd:
https://www.youtube.com/watch?v=3916TgLt2v8
https://www.youtube.com/watch?v=ywrYoqRYx_g
Nánari upplýsingar:
ulfarsa@borgarbokasafn.is