Leikritunarsmiðja
Leikritunarsmiðja

Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 15:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Leikritunarsmiðja í Spönginni | Sögur

Laugardagur 2. nóvember 2019

Borgarbókasafnið í samstarfi við Sögur - Verðlaunahátíð barnanna býður börnum frá aldrinum 9-12 ára að læra að skrifa leikritarhandrit undir leiðsögn Hildar Selmu Sigbertsdóttur. Smiðjan verður tvö skipti, tvo tíma í senn. Afrakstur námskeiðsins verður fullbúið leikritarhandrit sem börnin geta sent í samkeppni til KrakkaRÚV. Borgarleikhúsið og Leikfélag Akureyrar velja tvö handrit sem verða sviðsett og verður besta handritið verðlaunað á stóru verðlaunahátíðinni næsta vor sem verður í beinni útsendingu á RÚV.

Hildur Selma útskrifaðist með BA próf í sviðslistum af Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands árið 2018. Í náminu fékk hún innsýn inn í alla fleti sviðslista. Hún fór fljótt að einbeita sér að skrifum og nýtti sér einstaklingsverkefni á öðru ári til að skrifa leikrit sem var leiklesið innan veggja skólans. Hildur var jafnframt starfsnemi hjá Ragnari Bragasyni í Þjóðleikhúsinu en verk hans, Risaeðlurnar var frumsýnt árið 2017. Þar sinnti hún starfi aðstoðarmanns leikstjóra og fékk góða innsýn inn í leikhúsheiminn. Útskriftarverk Hildar frá LHÍ var verkið Sólarplexus. Verkið var blanda af sýningu og leiklestri og var sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins í vormánuðum árið 2018. Hildur var ein af þremur ungum leikskáldum sem valin voru til að skrifa stutt verk  fyrir Núna 2019  sem sýnt var í Borgarleikhúsinu. Hún átti þar verkið Sumó. Verkin þrjú voru sýnd saman undir einum hatti og fengu mjög góðar viðtökur.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef Sagna.

Ókeypis þátttaka. Skráning hér.

Tímasetningar:
2. nóvember og 16. nóvember
kl. 13:30-15:30

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is
s. 4116146


 

Merki