Þykjó smiðja

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

HönnunarMars | ÞYKJÓ skapandi smiðja

Laugardagur 27. júní 2020

Skapandi grímusmiðja fyrir börn 4 ára og eldri og fjölskyldur þeirra.

Í smiðjunni fá börn tækifæri til að skapa sína eigin furðufugla ásamt fjölskyldunni með aðstoð hönnuða ÞYKJÓ.

Smiðjan er ókeypis og stendur frá 13:00-15:00. Frjáls komutími, grímugerðin tekur u.þ.b. 30 mínútur. Skráning hér fyrir neðan.

ÞYKJÓ eru búningar, grímur og fylgihlutir sem örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í gegnum opinn leik. ÞYKJÓ er hugarfóstur leikmynda-, búninga- og leikbrúðuhönnuðarins Sigríðar Sunnu Reynisdóttur í samstarfi við fata- og textílhönnuðinn Tönju Huld Levý Guðmundsdóttur og Ninnu Þórarinsdóttur, leikfangahönnuð og myndskreyti. Á tilraunastofu ÞYKJÓ á Hönnunarmars kynna þær til leiks búningana Ástarfuglinn og Feludýrið með innsetningu, vinnusmiðjum og ýmsum viðburðum. 

Sjá nánari upplýsingar um tilraunastofuna sem stendur yfir í Borgarbókasafninu Grófinni frá 24. - 28. júní.

Nánari upplýsingar veita:

Ninna Þórarinsdóttir, hönnuður
ninna@ninna.is

Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, deildarbókavörður
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | s. 411 6100

Viðburður á Facebook/ Info in English on Facebook