Þykjó á Hönnunarmars
ÞYKJÓ á Hönnunarmars

Um þennan viðburð

Tími
10:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn
Sýningar

ÞYKJÓ á HönnunarMars 2020

Miðvikudagur 24. júní 2020 - Sunnudagur 28. júní 2020

Búningarnir sem kynntir eru á HönnunarMars 2020 eru Ástarfuglinn og Feludýrið, sem báðir eru í þróun og tilheyra línunni Ofurhetjur jarðar. Dýrin eru ævintýraverur skapaðar af hönnuðum, innblásnar af mögnuðum eiginleikum dýra úr ýmsum vistkerfum. Búningarnir verða kynntir með innsetningu, vinnusmiðjum og ýmsum viðburðum á tilraunastofu ÞYKJÓ dagana 24. - 28. júní. Tilraunastofan er opin skv. opnunartíma safnsins. Smiðja fyrir börn 4 ára og eldri verður í boði laugardaginn 27. júní - Sjá hér.

Skráning nauðsynleg - skráið ykkur hér fyrir neðan. 

 

ÞYKJÓ hannar búninga, grímur og fylgihluti fyrir börn.

Hönnunin miðar að því að örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í gegnum opinn leik. Sníðagerðin stuðlar að því að búningarnir geti vaxið með barninu, þannig er lagt upp með eigulega og vandaða hönnunarvöru. Eitt af markmiðum hönnuða er að vekja áhuga barna á fjölbreytileika dýraríkisins og að stokka upp staðlaðar kynjaímyndir og litaframboð á leikföngum fyrir stelpur og stráka. Búningarnir eru unnir í samstarfi við uppeldisfræðinga, líffræðinga og - síðast en ekki síst - í samstarfi við börn.

 

HÖNNUÐIRNIR

ÞYKJÓ er hugarfóstur leikmynda-, búninga- og leikbrúðuhönnuðarins Sigríðar Sunnu Reynisdóttur (www.siggasunna.com). Hún fékk til liðs við sig fata- og textílhönnuðinn Tönju Huld Levý Guðmundsdóttur (www.tanjalevy.com ásamt Ninnu Þórarinsdóttur (www.ninna.is), leikfangahönnuð og myndskreyti sem sérhæfir sig í barnamenningu. Þær hafa áður leitt hesta sína saman og hannað ævintýralega heima fyrir leiksýningar, innsetningar og aðra viðburði en hafa nú hug á að færa ævintýrið inn í hversdag barna á heimilum þeirra. 

 

TEXTÍLHÖNNUN - VÖRUHÖNNUN - UPPLIFUNARHÖNNUN

ÞYKJÓ hefur sérstöðu á íslenskum markaði, en ekkert annað merki einblínir á gerð búninga fyrir börn. Verkefnið er þverfaglegt og dansar á mörkum textíl-og fatahönnunar, leikfangahönnunar, vöruhönnunar og upplifunarhönnunar. 

 

Nánari upplýsingar veita:

Ninna Þórarinsdóttir, designer
ninna@ninna.is

Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, divisional librarian at the City Library
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is