Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 14:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

HAUSTFRÍ | Aúúúú-er Varúlfur hér?

Laugardagur 23. október 2021

Við fögnum haustfríinu með hrollvekjandi sögustund þar sem Ævar Þór Benediktsson rithöfundur les sögu sem fær hárin til að rísa og kaldan hroll læðast niður hryggjarsúluna. Þau sem mæta í búning frá sérstakan bónus að launum. Öll velkomin á sögustundina á meðan húsrúm leyfir.

Sögustundin er haldin í tilefni sýningarinnar Þín eigin bókasafnsráðgáta sem stendur yfir í Gerðubergi. Við hvetjum fjölskyldur og vinahópa til að skrá sig í skemmtilegan ratleik þar sem markmiðið er að leysa dularfullar ráðgátur sem hinn eini sanni Ævar Þór samdi sérstaklega fyrir okkur.
Skráning í ratleikinn fer fram HÉR.

Nánari upplýsingar veitir:

Svanhildur Halla Haraldsdóttir, deildarbókavörður
svanhildur.halla.haraldsdottir@reykjavik.is | s. 411 6170