
Um þennan viðburð
FRESTAÐ | Miklihvellur | Vísindasmiðja með Stjörnu-Sævari
ATH. Þessum viðburði hefur verið frestað, ný dagsetning verður birt innan skamms.
Komdu og taktu þátt í spennandi vísindasmiðju með Sævari Helga Bragasyni, Stjörnu-Sævari.
Þú ert agnarsmá geimvera í risavöxnum alheimi, nógu klár til að geta fundið út hvernig alheimurinn okkar varð til. Í smiðjunni förum við í ferðalag um tíma og rúm og skoðum hvernig talið er að alheimurinn okkar hafi orðið til. Við reynum að skilja út í hvað alheimurinn er að þenjast, skoðum elsta ljósið í alheiminum og hittum í leiðinni Albert Einstein (ekki í alvöru samt)!
Smiðjan byggist á bókinni Miklihvellur eftir Sævar Helga, sem kemur út í haust.
Nánari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur.
Öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir:
Agnes Jónsdóttir, sérfræðingur
agnes.jonsdottir@reykjavik.is | 411 6250