Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn
Tónlist

Duo Stemma | Tónleikhús

Sunnudagur 20. nóvember 2022

Dúó Stemma skipa Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari. Sem Duo Stemma syngja þau, segja frá og leika á ýmis hljóðfæri, bæði hefðbundin og heimatilbúin.
Herdís og Steef eru bæði í Sinfóníuhljómsveit Íslands og hafa starfað saman í Dúó Stemmu í fjöldamörg ár. Árið 2008 fengu þau viðurkenningu frá IBBY samtökunum fyrir framlag þeirra til barnamenningar á Íslandi.  

Herdís Anna og Steef ætla að bregða á leik og flytja vetrarlega skammdegisdagskrá með jólaívafi. 

Verið öll hjartanlega velkomin!


Nánari upplýsingar veitir:
Sæunn Þorsteinsdóttir, sérfræðingur
saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is | 411 -6255