Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 17:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Tungumál
íslenska
Börn
Sýningar

Barnamenningarhátíð | Listrænt ferðalag - smiðja

Fimmtudagur 10. apríl 2025

 Komdu og taktu þátt í að búa til listaverkið Listrænt ferðalag!

Listakonan Sigríður Björk Hafstað leiðir opna listasmiðju þar sem þátttakendur eru hvattir til að hugsa um mismunandi tilfinningar sem þeir finna, með fjölbreyttum miðlunarleiðum. Notaðir verða litir, klippimyndir og óhlutbundin form til að tákna ólíkar tilfinningar með fjölbreyttum aðferðum. Rætt verður hvernig umhverfið hefur áhrif á upplifanir okkar og tilfinningar. Afrakstur smiðjunnar verður hluti af þátttökuverkinu Listrænt ferðalag, sem byggir á vinnu nemenda í grunnskólum í Grafarvogi.

Sýning á verkinu stendur til 30. apríl.

Öll velkomin!

Kíktu á  heildaryfirlit viðburða Borgarbókasafnsins  eða  á vef Barnamenningarhátíðar.

Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Antonsdóttir, sérfræðingur
sigrun.antonsdottir@reykjavik.is | 411 6230