Listaverk eftir nemendur úr Landakotsskóla

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn
Sýningar

Barnamenningarhátíð | Heilbrigð náttúra

Mánudagur 17. apríl 2023 - Mánudagur 24. apríl 2023

Staðsetning: Torgið á 1. hæð 

Verkin  á sýningunni eru afrakstur vinnu nemenda í skólum sem taka þátt í LÁN (listrænt ákall til náttúrunnar).

Nemendur Landakotsskóla á aldrinum 5 -15 ára sýna niðurstöður rannsókna sinna á líffræðilegum fjölbreytileika og sérkennum íslenskra dýra.  Fjölbreytni lífríkisins er forsenda þess að vistkerfi geti starfað. Heimsbyggðin stendur frammi fyrir mikilli umhverfisvá af mannavöldum. Vandinn lýsir sér hvað helst í hnignun og jafnvel hruni líffræðilegar fjölbreytni, sem stafar af loftslagsbreytingum og víðtækri röskun búsvæða, vistkerfa og samfélaga lífvera sem þar lifa. Ein ástæðan er að of margir líta á sig sem drottnara náttúrunnar í stað þess að líta á sig sem hluta hennar.

Sjá alla dagskrá Barnamenningarhátíðar hér.

Nánari upplýsingar:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6145