
Um þennan viðburð
Barnamenningarhátíð | Furðufugl Grímusmiðja með ÞYKJÓ
Staðsetning: Grófin viðbygging, vestan við bókasafnið. Inngangur er við torgið fyrir framan Tryggvagötu 13.
Í grímusmiðjunni Furðufugl fá börn tækifæri til að skapa sína eigin furðufugla ásamt fjölskyldunni með aðstoð hönnuða ÞYKJÓ.
Smiðjan er ætluð börnum 4 ára og eldri í fylgd fullorðinna.
Við hlökkum til að sjá hvaða nýju fuglar ungast út þennan dag!
Viðburðurinn er hluti af Tilraunastofu ímyndunaraflsins, tilraunarými sem sett var upp í viðbyggingu Grófarhúss í tilefni af HönnunarMars. Um er að ræða sýnishorn af ævintýralegri hönnun á barnahæð, sem hönnunarteymið ÞYKJÓ hefur verið fengið til að skapa fyrir nýtt Grófarhús.
Kíktu á heildaryfirlit viðburða Borgarbókasafnsins eða á vef Barnamenningarhátíðar þar sem einnig er aðgengilegt yfirlit yfir fjölbreytta dagskrá á Barnamenningarhátíð.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur miðlunar og fræðslu
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 -6145