Friður í freyðibaði, Barnamenningarhátíð
Friður í freyðibaði, Barnamenningarhátíð

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Börn

Barnamenningarhátíð | Friður í freyðibaði

Þriðjudagur 18. apríl 2023 - Föstudagur 28. apríl 2023

Friður í freyðibaði er samsýning leikskólabarna á  Engjaborg, Fífuborg, Hulduheimum og Lyngheimum á vegum Barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Sýningin opnar þriðjudaginn 18. apríl, kl. 10 á Borgarbókasafninu í Spönginni og stendur til 28. apríl. Verkin eru byggð á leiðangri barnanna um Grafarvog þar sem þau könnuðu umhverfið sitt út frá því hvar og hvernig þau upplifðu frið, ásamt því sem vakti áhuga þeirra í ferlinu. Verkin eru fjölbreytt, enda um ýmsar skapandi túlkanir og nálganir að ræða.

Í slíkum leiðangri getur margt stórt og smátt uppgötvast. Sólin skín á himni og það birtir yfir friðardúfum með grein í munni sem hvíla í kyrrð í kirkjugarðinum. Í litlum augum birtist ísilögð brekka sem ískjaki, sem mótast hægt og bítandi undir endurteknu klappi barnanna. Í fjarska sést glitta í turn sem lýsir upp sjóndeildarhringinn á vissum árstíma og boðar frið. En frið og ró á þó alltaf að vera hægt að finna innra með sjálfum sér, til dæmis í freyðibaði.

Sýningarstjóri er Anna Andrea Winther.

Frekari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen, sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is