Háskaleikar - tvær draugastelpur
Háskaleikar - tvær draugastelpur

Um þennan viðburð

Tími
18:00 - 21:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn
Ungmenni

Safnanótt | Háskaleikar

Föstudagur 8. febrúar 2019

Öllum kjarkmiklum krökkum er boðið að taka þátt í Háskaleikunum á Safnanótt í Grófinni og hitta illyrmi og óhræsi í dimmum afkimum hússins. Ægileg drauga- og hryllingshús er þar að finna og þeir sem þora þurfa að glíma við erfiðar gátur og raunir til að rata aftur út í mannheima. Hefur þú hugrekki til að hitta afturgöngur, borða slímkássu með augunum eða dvelja í helli fullum af forynjum?

Ærsladraugar og afturgöngur
Ærsladraugar og ýmsar óvættir leynast í húsi hinna framliðnu og ekki á hvers barns færi að flýja örlög sín og komast klakklaust út. Aðeins hinir allra huguðustu ná að feta sig í gegnum hið voðalega draugahús og horfast í augu við sinn innri ótta.

Slím, slor, hor eða …! Hvað leynist í ógeðskassanum?
Það er áskorun að setja hendurnar ofan í slím en þorir þú að éta það líka? Í slímugum helli leynast áskoranir á færi þeirra allra huguðustu að takast á við.

Nornahellir
Hefur einhver týnt höfði? Það gæti leynst í helli seiðkerlinganna og til að finna það þarf að leysa hrikalegar þrautir til að losna undan álögum nornanna.

Dalur dauðans (Borgarskjalasafni)
Fortíðin reikar og ráfar allt um kring í dal hinna dauðu. Draugar, múmíur og aðrir fortíðarhrellar sækja að þeim sem þangað þorir.

Komdu og skoðaðu í líkkistuna mína
Hver tekur á móti þér í kirkjugarðinum? Uppvakningur, draugur eða beinagrind? Það er ekki á allra færi að ganga í gegnum niðdimman kirkjugarð þar sem allra óvætta er von .

Göngin dimmu og djúpu
Neðanjarðar búa ýmsar kynjaskepnur sem fáir vilja mæta. Í göngunum djúpu og dimmu er betra að vera við öllu búinn því í myrkrinu mætir þú skríðandi kvikindum og skerandi ópi.

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.
Nánari upplýsingar um dagskrána á Safnanótt er að finna á heimasíðu Vetrarhátíðar.

Info in English on Facebook.

Nánari upplýsingar veitir:
Hólmfríður Ólöf Ólafsdóttir
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is
Sími: 411-6114

Merki