micro:bit
micro:bit

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 14:30
Verð
Frítt
Hópur
Unglingar
Börn
Ungmenni

Micro:bit forritun og dulkóðun fyrir stelpur

Laugardagur 9. nóvember 2019

Leiðbeinendur frá HÍ og HR koma á Borgarbókasafnið í Spöng laugardaginn 9. nóvember milli klukkan 13:00 og 14:30 til að kenna 9-12 ára stelpum að forrita.
Smiðjan er ókeypis en skráning er nauðsynleg.

Leiðbeinendur frá Skema í HR og Ada, hagsmunafélagi kvenna í upplýsingatækni við HÍ, koma í tilefni af afmæli uppfinningakonunnar Hedy Lamar.
Þær ætla að leiða tilraunastelpur inn í spennandi heim Micro:bit þar sem stelpurnar geta lært að forrita micro:bit örtölvur.
Micro:bit býður upp á fjölbreyttar leiðir til að kynnast grunnhugtökum í forritun á auðveldan og umfram allt skemmtilegan hátt.
Hægt er að forrita einfaldar skipanir á örtölvuna eins og myndir, hljóð og stafi en auk þess er hægt að nota Micro:bit til að senda einföld þráðlaus skilaboð.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á sigrun.antonsdottir@reykjavik.is

Viðburður á Facebook / Info in English on Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Antonsdóttir, deildarbókavörður
Netfang: sigrun.antonsdottir@reykjavik.is
Sími: 411 6230