Textinn "Sundlauganótt" á grænum bakgrunni

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 22:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Bókmenntir
Föndur
Tónlist

Vetrarhátíð 2023 | Sundlauganótt

Laugardagur 4. febrúar 2023

Í tilefni Sundlauganætur sem er hluti af dagskrá Vetrarhátíðar Reykjavíkurborgar verður lifandi stemmning milli kl. 17 og 22 í Miðdal, sem hýsir Borgarbókasafnið í Úlfarsárdal, Dalslaug og Dalskóla.

Matarvagninn Pop Up Pizza mætir á svæðið og býður rjúkandi heitar steinbakaðar súrdeigspizzur til sölu. 

 

Borgarbókasafnið Úlfarsárdal

Opin föndursmiðja – Smiðjan

17:00-19:00. Gestir geta sest niður og föndrað saman. Skapandi og notaleg samverustund. Efniviður á staðnum.

 

Slökun – Miðgarði

18:00 og 20:00. Þátttakendur eru leiddir í gegnum þægilega 30 mín. slökun. Róandi og endurnærandi gæðastund. Dýnur á staðnum.

 

Dalslaug

Frítt í sund – Úti og innilaug

17:00 – 22:00. Öll velkomin í sund, engin aðgangseyrir. Skemmtileg og hressandi afþreying.

 

Tal og tónar undir vatnsborðinu – Innilaug

17:00 – 22:00. Hlustaðu á leikandi létta tóna í bland við stutt brot úr upplestri rithöfunda í innisundlauginni. Hljóðverkin eru spiluð í gegnum sérstaka hátalara og eru aðeins greinanleg undir yfirborði laugarinnar. Róandi og forvitnilegt í senn. Flothettur á staðnum.

 

Hrynjandi og heitir pottar – Útilaug

17:00 – 22:00. Skemmtileg tónlist sem gleður og nóg af heitu vatni.  Teiti fyrir líkama og sál.

 

Viðburður á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur | viðburðir og fræðsludagskrá
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is