guide for the literary walk

Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 14:30
Verð
Frítt
Bókmenntir

Söguhringur Kvenna | Bókmenntaganga - Ana Stanicevic

Sunnudagur 4. október 2020

Skráning er á allflesta viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna.

Sjá nánar HÉR.

 

Skráning hér!

Ana Stanićević, doktorsnemi í menningarfræði, leiðir bókmenntagöngu um slóðir skáldsögunnar Mánasteinn – drengurinn sem aldrei var til eftir Sjón. Upplifðu Reykjavík eins og hún var fyrir hundrað árum þegar síðasti meiriháttar heimsfaraldur geisaði og stóra eldfjallið Katla gaus. Gakktu inn í tíma þögulla kvikmynda og spor drengsins sem einungis var til á mörkum skáldskapar og drauma. Ana, sem einnig þýddi Mánastein yfir á serbnesku, mun lesa upp úr skáldsögunni og greina frá sögulegum stöðum í Reykjavík og listrænum bakgrunni skáldsögunnar.

Aðgangur er ókeypis. Bókmenntagangan fer fram á ensku. Bókmenntagangan er fyrir konur.

Vertu með okkur! Hittið okkur við Borgarbókasafnið Grófinni við Tryggvagötu 15 kl. 13:30.

Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafnsins og W.O.M.E.N - Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og hefur verið starfandi síðan 2008. Söguhringurinn er vettvangur fyrir konur til að skiptast á sögum, segja frá reynslu sinni og menningarheimi í skapandi umhverfi.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Martyna Karolina Daniel, Sérfræðingur – Fjölmenningarmál
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is

Marion Poilvez,
Representing W.O.M.E.N. in Iceland.
marion.poilvez@gmail.com