Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 14:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Íslensku
Bókmenntir
Börn
Sýningar

Persónusköpunarsmiðja með Bergrúnu Írisi

Sunnudagur 29. mars 2026

Hvernig varð Lína Langsokkur eiginlega til? Hvað með Hundmann, Kidda Klaufa og allar hinar persónurnar sem við þekkjum úr bókum? Í smiðjunni kafar barnabókahöfundurinn Bergrún Íris í persónusköpunum og kennir þátttakendum að skapa sínar eigin sögupersónur, bæði í orðum og myndum. Um er að ræða fjölskyldusmiðju þar sem fullorðin eru hvött til þess að mæta með börnum á öllum aldri og eiga saman skemmtilega stund.

Mynd- og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir er fædd árið 1985 og býr í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Bergrún útskrifaðist með BA gráðu í listfræði úr Háskóla Íslands 2009, lauk diplómanámi í teikningu frá Myndlistaskólanum í Reykjavík vorið 2012 og sótti sumarskóla í barnabókagerð í Anglia Rushkin, Cambridge School of Art. Bergrún Íris hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og unglingabóka, Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur og Vest-Norrænu barnabókaverðlaunin.

Smiðjan er í tengslum við sýningu Bergrúnar, Skissur verða að bók..um!.

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, verkefnastjóri

gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6145