Photo of the three poets who will read their poems in Icelandic.

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Kaffistundir
Spjall og umræður

Ljóðakaffi | Hlaupársljóð

Fimmtudagur 29. febrúar 2024

Við fögnum hlaupárinu með ljóðaupplestri þriggja ljóðskálda sem gáfu út ljóðabækur fyrir jól. Skáldin eru Harpa Rún Kristjánsdóttir, Magnús Jochum Pálsson og Melkorka Ólafsdóttir. Þau munu framreiða ljóð um mat og mennsku. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Vandamál vina minna er önnur ljóðabók bóndans Hörpu Rúnar Kristjánsdóttur en hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir fyrstu bók sína, Eddu. Hún hefur sent frá sér skáldsöguna Kynslóð og skrifað leikrit, þýðingar og ljóð sem hafa birst í blöðum, tímaritum og safnritum.

Magnús Jochum Pálsson hlaut nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir ljóðabókina Mannakjöt. Hann hefur áður sent frá sér örsagnasafnið Óbreytt ástand auk þess sem ljóð og sögur eftir hann hafa birst í tímaritum, ljóðasöfnum og útvarpi.

Melkorka Ólafsdóttir skrifar um leyndarlíf íslenskra sveppa í ljóðabókinni Flagsól. Hún hafði áður sent frá sér ljóðabókina Hérna eru fjöllin blá auk tveggja ljóðahefta. Melkorka er hluti af skáldkollektívunni Svikaskáldum sem hafa saman gefið út ljóðabækurnar Ég er ekki að rétta upp hönd, Ég er fagnaðarsöngur og Nú sker ég á netin mín.

Öll velkomin!

Viðburðurinn á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Hólmfríður María Bjarnardóttir, sérfræðingur
holmfridur.maria.bjarnardottir@reykjavik.is | s. 4116202

Bækur og annað efni