Um þennan viðburð

Tími
18:00 - 19:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Bókmenntir

Hinsegin bókmenntaganga

Fimmtudagur 8. ágúst 2019

Gengið yfir að Gröndalshúsi í Grjótaþorpinu. Þar verður sagt frá Guðrúnu Sveinbjarnardóttur, systur Benedikts, og merkilegri sögu hennar. Komið inn á intersex og trans – lesin brot úr Rásir dægranna eftir Málfríði Einarsdóttur, Sögu af stúlku e. Mikael Torfason og Hans Blær eftir Eirík Örn Norðdahl.

Gengið upp að Unuhúsi og sagt frá því stöðuga gestaboði sem þar ríkti, á heimili Erlendar og móður hans Unu, á fyrri hluta tuttugustu aldar. Við sögu koma m.a. Halldór Laxness, Þórbergur Þórðarson og Þórður Sigtryggsson. Lesnir textar sem tengjast hinsegin málefnum. (Lesið stutt brot úr Atómstöðinni og Vefaranum mikla frá Kasmír eftir Laxness og Mennt er máttur: Tilraunir með dramb og hroka eftir Þórð Sigtryggsson – og etv úr fleiri ritum).

Gengið að blokkinni á Hringbraut þar sem Þórbergur bjó og sagt frá sambandi hans og Tryggva Jónssonar sem sumir vilja meina að hafi verið ástarsamband. Lesið upp úr dagbókum Þórbergs og einnig úr endurminningum Guðmundar G. Hagalín sem lýsir kynnum þeirra Tryggva.

Gengið yfir á Vesturgötu, staðnæmst við heimili Kristínar Ómarsdóttur og lesin brot úr verkum hennar.

Gengið aftur niður í Gróf og enda á lestri úr Millu eftir Kristínu Ómars.

Leiðsögumaður er Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur.

Dagskrá Kvöldgangna

Nánari upplýsingar veitir:
Jón P. Ásgeirsson
jon.pall.asgeirsson@reykjavik.is