
Um þennan viðburð
Barnamenningarhátíð | Sögustund í Söguskógi
Vissuð þið að prik eru til margra hluta nytsamleg?
Það er til dæmis hægt að búa til allskonar spýtukarla og kerlingar úr þeim, óróa, punt, veiðistangir, mikadó og ýmislegt fleira og svo er líka hægt að safna prikum!
Og vissuð þið að það eru til sögur um prik?
Við ætlum að hittast í nýrri viðbyggingu Grófarhúss og lesa söguna Prikið hans Steina eftir John Hegley og Neal Layton. Að lestri loknum ætlum við síðan að föndra úr allskonar prikum.
Viðburðurinn er hluti af Tilraunastofu ímyndunaraflsins, tilraunarými sem sett var upp í viðbyggingu Grófarhúss í tilefni af HönnunarMars. Um er að ræða sýnishorn af ævintýralegri hönnun á barnahæð, sem hönnunarteymið ÞYKJÓ hefur verið fengið til að skapa fyrir nýtt Grófarhús.
Frítt er á viðburðinn og fullur kassi verður af prikum og föndurdóti á staðnum. En auðvitað er líka í boði að koma með sitt eigið prik ef þið hafið eitthvað sérstakt í huga!
Öll velkomin!
Viðburðurinn á Facebook
Kíktu á heildaryfirlit viðburða Borgarbókasafnsins eða á vef Barnamenningarhátíðar þar sem einnig er aðgengilegt yfirlit yfir fjölbreytta dagskrá á Barnamenningarhátíð.
Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Jóna Kristjánsdóttir, sérfræðingur
sigrun.jona.kristjansdottir@reykjavik.is | 411-6160