Friðrik Erlingsson: Benjamín dúfa
  • Bók

Benjamín dúfa

Benjamín dúfa eftir Friðrik Erlingsson segir frá fjórum vinum og viðburðaríku sumri í lífi þeirra. Regla rauða drekans er stofnuð og þeir Róland dreki, Andrés örn, Baldur hvíti og Benjamín dúfa hafa nóg fyrir stafni í baráttu sinni gegn ranglæti. Lífið virðist vera óslitið ævintýri, en það koma brestir í vináttuna, ævintýrið breytir um svip og kaldur raunveruleikinn ryðst inn í líf félaganna. Friðrik Erlingsson hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Benjamín dúfu, og margvíslegar viðurkenningar aðrar. Gerð var vinsæl kvikmynd eftir sögunni sem sýnd hefur verið víða um lönd og hlotið mörg verðlaun. Benjamín dúfa kemur nú út í kilju. (Heimild: Bókatíðindi)
Gefa einkunn

Einnig til sem