Sagan um Benjamín dúfu og vini hans er ein vinsælasta barnabók síðari tíma. Hér segir frá viðburðaríku sumri í lífi fjögurra vina. Þeir stofna reglu Rauða drekans og Róland dreki, Andrés Örn, Baldur hvíti og Benjamín dúfa hafa nóg fyrir stafni í baráttu sinni við ranglæti. Höfundur les. (Heimild: Bókatíðindi)