Kaldaljós, fyrsta skáldsaga Vigdísar Grímsdóttur, vakti verðskuldaða athygli er hún kom út og var frábærlega vel tekið af gagnrýnendum og lesendum. "Í Kaldaljósi virðist Vigdís ná allt að því fullkomnu valdi á orðunum", sagði gagnrýnandi Morgunblaðsins meðal annars. Kaldaljós er þroskasaga Gríms Hermundssonar, sem missir allt sem hann elskar á einu andartaki en losnar að lokum undan ofurþunga harmleiksins. Kaldaljós er bók um ljós og skugga, dauða og ást. (Heimild: Bókatíðindi)
Efnisorð
Íslenskar bókmenntir Skáldsögur