Sumarsmiðjurnar okkar
Sköpun, listir og gleði í sumarsmiðjum Borgarbókasafnsins
Fjölbreyttar smiðjur fyrir skapandi börn og unglinga
Borgarbókasafnið vinnur stöðugt að því að búa til vettvang fyrir sköpun, listir, og menningu fyrir börn og unglinga. Nú er boðið upp á fjölbreyttar sumarsmiðjur fyrir aldurshópana 9-12 ára og 13-16 ára þar sem sköpunarkrafturinn, listin og gleðin ræður ríkjum.
Með sumarsmiðjum safnsins er leitast við að breikka úrvalið af námskeiðum sem er í boði fyrir börn og unglinga á sumrin, svo allir finni sér eitthvað við hæfi. Sem dæmi býður safnið upp á námskeið í borðspilahönnun, lagasmíðum, dúkristu- og bókbandsgerð og sagnagerð, bæði í máli og myndum.
Skráning er hafin á sumar.vala.is.
Finnið bókasafnið með því að velja „starfsstað“.
Sumarsmiðjurnar eru líkt og öll dagskrá Borgarbókasafnsins, alltaf ókeypis.
Nánari upplýsinar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is