Pikknikk í Spönginni
Angela Figus og ungmenni frá Fjölsmiðjunni voru í gestgjafahlutverki í Pikknikki í Spönginni og deildu góðgæti frá Venesúela og Ítalíu.
Viðstaddir fengu kynningu á menningararfleifð Sardiníu og hverskonar matarhefðir þau hafa deilt með heiminum. Á boðstólum var súrdeigsbrauð eins og eyjaskeggjar Sardiníu hafa löngum bakað þau. Einnig fékk fólkið í grasgrænu lautinni að smakka venesúelskt Tequenos og eiturgrænu sósuna Guasacaca.
Mörg samtöl áttu sér stað þar sem meðal annars var rætt um sameiginleg áhugamál og málefni sem tengdist nestinu sem var deilt. Staða minnihlutahópa í Evrópu var einnig til umræðu og hvort ekki væri mögulegt að styðja betur hvort annað með því að deila fleiru. Skemmtilegar samræður fóru fram í minni hópum um ræktun eigin matar, aðgengi að styrkum og tungumálum, eins og stöðum til að æfa sig í íslensku.
Finndu fleiri Lautarferðir á bókasafninu HÉR.
Nánari upplýsingar veitir:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is