Páll Steinarr mælir með myndasögum
Páll Steinarr Ludvigsson mælir með myndasögum

Lesandi vikunnar er Páll Steinarr

Lesandi vikunnar er Páll Steinarr Ludvigsson, nemandi á leiklistarbraut Borgarholtsskóla. Hann er tíður gestur á bókasafninu í Spönginni, næsta húsi við skólann, og heldur sig oftast í myndasögudeildinni þar.

Páll mælir með myndasöguseríunni Forgotten Realms eftir Salvatore, Dabb og Seeley og er hér að glugga í The Halfling's Gem, sem er hluti af seríunni.

Páll segist alltaf hafa heillast af sögum úr norrænni goðafræði og að heimurinn sem dreginn er upp í Forgotten Realms sé ekki ósvipaður norrænum sagnaheimi. Hann segir seríuna líka getað höfðað til aðdáenda Hringadróttinssögu Tolkiens, en sá sótti sér jú líka efnivið í norræna goðafræði.

Takið eftir hengirúminu, tilvalið að henda sér í það og lesa myndasögur!

Merki
UppfærtMiðvikudagur, 10. júní, 2020 12:57