profile of maria carmela

Hlustandinn | MSEA

Hlustaðu! 

Hér er plötulisti eftir tónskáldið, söngvarann og framleiðandann MSEA. Einmitt þegar sumarið er farið að láta sjá sig. Þú gætir fundið það sem heillar þig í tónlistardeildunum hjá okkur, skoðaðu úrvalið okkar neðst á þessari síðu!

„Þetta er ekki þessi venjulegi, þungi MSEA listi. Þetta er frekar MSEA á sólríkum degi - ólínulegt ferðalag í gegnum tónlist sem hefur skilið eftir sig falleg kám á spegli lífs míns. Listinn inniheldur tónlist frá Kanada og Íslandi en einnig hvaðanæva að úr heiminum.“
 

MSEA, einnig þekkt sem Maria-Carmela, er tónskáld, söngvari og framleiðandi í Reykjavík. Tónlist hennar hefur verið lýst sem martraðarpoppi, stefnusveigjanlegri, eterískri og þungri. Með því að blanda áferðarríkum hljóðheimi saman við hvíslaðar laglínur kannar hún mörk fegurðar og vanlíðunar. Rödd hennar er síbreytilegt hljóðfæri sem svífur um í eigin hljóðheimi og hávaða. Stundum truflandi, dimmt eða fullt af gleði umbreytist og vex þetta sólóverkefni í litríku frelsi núllvæntinga. MYRKFÆLNI gaf út nýjustu plötu MSEA  Ég breyttist í kunnuglegt form í október 2020. 

Hápunktur MSEA af lagalistanum:

Vestur í bláinn byrjaði sem tilraunakennt tónlistarverkefni sem sameinaði raddir innflytjenda og flóttamanna á Íslandi sem síðan tónlistarmaðurinn Julius Pollux vann með útfrá eigin tónlistarlegri afstöðu til málefnisins. Verkefnið  þróaðist síðar í hljóð- og myndlistarverkefni með hjálp fjöllistakonunnar Claire Paugam. Í framhaldinu var sýning sett upp í tíu mismunandi almenningsrýmum í Reykjavík 3. september til 30. september 2020.

UppfærtMánudagur, 16. október, 2023 16:17
Materials