Stofan | Samskipti óháð tungumálum

Stofan er tilraunaverkefni bókasafnsins. Við hittum áhugasama skapandi aðila og kynntum nýja áherslu verkefnisins sem hefur göngu sína á ný næsta haust: 
Samskipti óháð tungumálum!
Hluti af þróun verkefnisins er að kanna skilning okkar á vellíðan. Á fundinum ræddum við hvenær við upplifum vellíðan og undir hvaða kringustæðum.

Hvað er vellíðan? Hvaða lykt, litur, áferð, hljóð eða hreyfing fær þig til að líða vel?

Stofan er tilraunakenndur staður – samfélagsrými eins og bókasafnið gæti verið og hluti af þróun bókasafnsins sem opins rýmis. Við hlökkum til að sjá, finna, heyra og finna ilminn af komandi útgáfum samstarfsaðila af þeirra persónulegu Stofum.
Langar þig að taka þátt eða þekkir þú einhvern sem hefði áhuga? Hafðu þá samband. 

Síðasta opnun Stofunnar árið 2021-22, þar sem áhersla var lögð á samfélagsrými - staði þar sem hægt er að hefja samtal á - er sköpuð af Önnu Wojtyńska og opnar 31. maí kl. 17:00 í Grófinni með samtali um skapandi þátttökumiðaðar aðferðir til að opna aðgengi að tungumáli: 
Stofan | A Public Living Room - Anna W.

Frekari upplýsingar
Martyna Karolina Daniel – Sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is

Flokkur
UppfærtFimmtudagur, 6. október, 2022 09:12