
Lokum öllum söfnum kl. 14 í dag vegna veðurs
Að tilmælum lögreglu hefur öllum söfnum Borgarbókasafnsins verið lokað kl. 14 í dag, þriðjudaginn 28. október, vegna veðurs.
Þau sem hafa tök á eru hvött til að skríða upp í sófa með góða bók og kakóbolla. Einnig er Rafbókasafnið alltaf opið, hvernig sem viðrar!
Í tilkynningu frá aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins segir að vegna áframhaldandi snjókomu sé fólk eindregið hvatt til að halda sig heima og vera alls ekki á ferðinni að nauðsynjalausu eftir kl. 15.