Sleipnir og Embla á Bifröst - úr teikningu Gunnars Karlssonar

Sleipnir og stórhættulega fjölskyldutréð

Sleipnir er lestrarfélagi barnanna - og okkar allra - og einskonar lukkudýr Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO. Ævar Þór Benediktsson skrifaði sögu um ævintýri Sleipnis árið 2018 sem Bókmenntaborgin gaf út á bók með myndum eftir Gunnar Karlsson. Bókin hefur hingað til aðeins verið aðgengileg í grunnskólum, en nú hefur Bókmenntaborgin ákveðið að gefa hana út á hlaðvarpsformi, í upplestri höfundarins Ævars Þórs.

Lestur bókarinnar kemur út í fimm hlutum. Sá fyrsti er þegar aðgengilegur á vef Reykjavíkur Bókmenntaborgar, annar hluti kemur út á morgun og svo koll af kolli.

Lesturinn kemur samtímis út á Hlaðvarpi Borgarbókasafnsins, sem er aðgengilegt hér á heimasíðunni, á iTunes, á Spotify og á hlaðvarpsappinu þínu undir nafninu Borgarbókasafn.

Flokkur
UppfærtFöstudagur, 26. maí, 2023 11:50